Rændi 200 þúsund krónum af gömlum manni

Ungur karlmaður stal 200 þúsund krónum af gömlum manni við Arion banka á Selfossi í síðustu viku.

Gamli maðurinn tók út peningana hjá gjaldkera en í röðinni fyrir aftan hann var ungur maður sem greinilega heyrði til gamla mannsins þegar hann nefndi úttektarupphæðina við gjaldkerann.

Þegar gamli maðurinn fór út fylgdi ungi maðurinn honum eftir og tókst að hrifsa seðlaveski gamla mannsins og hlaupa í burtu.

Lögreglan gerði leit að vasaþjófnum en fann ekki. Hins vegar er vitað hver hann er og vinnur lögregla nú að því að ná til hans og handtaka.

Fyrri greinAftur brotist inn í Bjarnabúð
Næsta greinFékk logandi sígarettu í hettuna og valt