Ræktó bauð lægst í sjóvörn

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða átti lægsta tilboðið í sjóvörn við Eyrarbakka en Ræktó bauð tæpar 8 milljónir króna í verkið sem á að vinna í sumar.

Tilboðin voru opnuð í síðustu viku hjá Siglingastofnun. Ræktó var töluvert undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 8,8 milljónir.

Fjögur tilboð bárust, það hæsta frá Tígur ehf á Súðavík, rúmar 10,5 milljónir króna. Arnarverk bauð rúmar 8 milljónir og Urð og grjót tæpar 9 milljónir.

Um er að ræða 170 metra langan sjóvarnargarð austan við barnaskólann á Eyrarbakka og á verkinu að vera lokið í ágúst nk.

Fyrri greinMyndavélakerfi sett upp í Sundhöllinni
Næsta greinNý ísgerð í Mýrdalnum