Ræktun á frumstigi upprætt

Upp komst um kannabisræktun á Selfossi í síðustu viku er lögreglumenn fundu um 80 kannabisplöntur í bílskúr.

Plönturnar voru á frumstigi ræktunar. Fíkniefnahundur frá Litla-Hrauni og þjálfari hans voru til aðstoðar við leit í bílskúrnum og í íbúðarhúsi. Önnur fíkniefni fundust ekki.

Einn maður var handtekinn og færður til yfirheyrslu.