Ræktó fann hitaveituvatn fyrir Hornfirðinga

Borun á holu HF-4 við Hoffell á Nesjum gaf góða raun og virðast nú allar forsendur vera fyrir hendi til að hitaveita á Höfn í Hornafirði geti orðið að veruleika.

Boruninni lauk um miðjan júlí og samkvæmt fyrstu mælingum getur holan gefið allt að 50 sekúndulítnum af um eða yfir 80°C heitu vatni.

Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða á Selfossi sá um borunina á bornum Nasa og ÍSOR sá um ráðgjöf og eftirlit.

RARIK hefur rekið fjarvarmaveitu á Höfn í Hornafirði frá 1991, þar sem vatn hefur verið hitað upp með ótryggðu rafmagni og dreift um þéttbýlið. Um 75% húsa á Höfn eru tengd fjarvarmaveitunni, en önnur hús eru hituð með beinni rafhitun. Þegar ótryggt rafmagn hefur ekki verið fyrir hendi þá hefur vatnið verið hitað með brennslu olíu.

Frá þessu er greint á vef Rarik.

Fyrri greinHamar skoraði níu
Næsta grein140 HSK krakkar á Unglingalandsmótinu