Ræktó borar í Vaðlaheiði

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða átti lægsta tilboð í rannsóknarborholur vegna Vaðlaheiðarganga. Fjögur fyrirtæki buðu í verkið.

Ræktunarsambandið bauðst til að vinna verkið fyrir 36,9 milljónir sem er 78% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Verkinu á að vera lokið að fullu fyrir 15. nóvember nk.