Ræktó bauð lægst í stígagerð

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða bauð lægst í jarðvegsskipti og malbikun á ýmsum göngustígum á Selfossi sem vinna á í byrjun sumars.

Þrír verktakar buðu í verkið og hljóðaði tilboð Ræktó upp á tæpar 10,9 milljónir króna. Gröfuþjónusta Steins ehf á Selfossi bauð tæplega 11,1 milljón og Gröfutækni ehf á Flúðum bauð tæpar 13,0 milljónir króna. Kostnaðaráætlun sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu hljóðaði upp á rúmlega 14,6 milljónir.

Verkinu á að vera lokið þann 16. júní næstkomandi.