Ræða samstarf um fjölgun hjúkrunarrýma

Hópur sveitarstjórnarmanna í Árnessýslu sem hittist á vettvangi Héraðsnefndar Árnesinga nýverið vill að kannað verði hvort rétt sé að standa sameiginlega að uppbyggingu hjúkrunarheimila í sýslunni.

Á fundinum var ákveðið að setja saman vinnuhóp til að kanna hvernig staðið er slíku í öðrum landshlutum. Að sögn Ara Thorarensen, formanns héraðsnefndar var umræðan óformleg og hún á algjöru byrjunarstigi. Í vinnuhópinn voru valin þau Ásta Stefánsdóttir frá Árborg, Unnur Þormóðsdóttir í Hveragerði, Sveinn Steinarsson í Ölfusi og Jón Valgeirsson í Hrunamannahreppi.

„Við ákváðum í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið um þennan málaflokk undanfarið að nota þennan vettvang til að ræða málin,“ segir Ari. „Við vitum að það sárvantar hjúkrunarrými í sýslunni,“ bætir hann við.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinGrunnskólanemar sýna í bókasafninu
Næsta greinStofna styrktarreikning fyrir Gauta