Próflaus stútur undir stýri

Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði sextán ökumenn fyrir of hraðan akstur í síðustu viku og einn ökumaður sem reyndist ölvaður og próflaus var tekinn úr umferð.

Í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli segir að ekki sé langt í það að umferð fari að þyngjast á þjóðvegunum og því beinir lögreglan því til allra ökumanna að virða hraðatakmörkin á þjóðveginum og í þéttbýli.

„Það er nú bara þannig að það eru margir ökumenn í umferðinni og eru sumir misjafnlega upplagðir til aksturs,“ segir í dagbók lögreglunnar.

Fyrri greinGröfutækni bauð lægst í yfirborðsfrágang
Næsta greinUmhverfisverðlaunin til grunnskólans