Próflaus ökumaður á hrakhólum

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður sem lögreglan í Vík hafði afskipti af aðfaranótt laugardags reyndist sviptur ökurétti.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi segir að ökumaðurinn hafi reynst vera langt að heiman og verði að teljast óhöndugt að vera stöðvaður réttindalaus að nóttu til, langt frá náttstað og eiga ekki í nein hús að venda.

Bílstjórinn víðförli var aðstoðaður við að komast leiðar sinnar en bifreiðin skilin eftir á öruggum stað.

Fyrri greinKia Gullhringurinn flytur sig á Selfoss
Næsta greinLokað prófkjör hjá Framsókn í apríl