Prófkjör Pírata hefst í dag

Prófkjör Pírata í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust hófst í dag og stendur til 12. ágúst. Alls eru 23 frambjóðendur sem gefa kost á sér.

Kosningin fer fram í rafrænu kosningakerfi Pírata. Alls eru 23 frambjóðendur sem gefa kost á sér, en fæstir þeirra sækjast eftir ákveðnu sæti.

Meðal þeirra sem bjóða sig fram eru Álfheiður Eymarsdóttir, Elín Finnbogadóttir, Jack Hrafnkell Daníelsson, Karl Óskar Svendsen, Kristinn Ágúst Eggertsson og Sigurður Ágúst Hreggviðsson á Selfossi, Marteinn Þórsson í Hveragerði, Valgarður Reynisson á Laugarvatni, Elvar Már Svansson, Brautarholti á Skeiðum og Sighvatur Lárusson, Hvammi í Holtum.

Píratar í Suðurkjördæmi hafa boðað til kynningarfundar á Hótel Örk í Hveragerði, fimmtudaginn 4. ágúst kl. 20:00. Þar gefst tækifæri til að spjalla við frambjóðendur ásamt því að heyra kynningar þeirra og spyrja þau spurninga.

Upplýsingar um frambjóðendurna má finna hér.

Fyrri greinGuðni Th. heimsækir Sólheima
Næsta greinÞórður sýnir klukkur á bókasafninu