D-listinn í Rangárþingi ytra mun halda prófkjör vegna framboðs Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Prófkjörið fer fram 7. febrúar og frestur til að skila inn framboðsgögnum rennur út 23. janúar. Niðurstaða prófkjörsins er bindandi fyrir efstu fjögur sætin á listanum.
Þess má geta að D-listinn hefur ávallt haldið prófkjör í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í Rangárþingi ytra. Prófkjörið nú verður það sjöunda í röðinni frá því sveitarfélagið varð til árið 2002.
D-listinn fékk þrjá sveitarstjórnarfulltrúa af sjö kjörna í kosningunum árið 2022.

