Prjónaði yfir sig og slasaðist

Ökumaður vélhjóls slasaðist þegar hann féll af hjólinu við Miðdal í Laugardal um kl. 14:15 í dag. Grunur leikur á að hann hafi prjónað yfir sig með þessum afleiðingum.

Maðurinn var ekki talinn alvarlega slasaður en hann kvartaði undan verkjum í vinstri fæti og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.

Þá varð hörð aftanákeyrsla á Austurvegi á Selfossi í dag, til móts við Landsbankann. Ekki var um alvarleg meiðsli að ræða en fólk var flutt með sjúkrabíl til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Þá hefur lögreglan haft afskipti af að minnsta kosti tveimur ökumönnum vegna fíkniefna- og ölvunaraksturs.