Postularnir í Hrísholtið og MFÁ í Sandvíkurskóla

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í vikunni beiðni Bifreiðaklúbbs Suðurlands og Bifhjólasamtakanna Postula um afnot af Hrísholti 8 undir starfsemi sína.

Þar var Björgunarsveitin Tryggvi með aðstöðu á sínum tíma en síðan þá hafa Skátafélagið Fossbúar og áhaldahús Árborgar meðal annars notað húsið. Klúbbarnir fá afnot af húsinu, að bílskúr undanskildum, og gerður verður samningur við klúbbana um afnotin.

Á sama fundi var tekin fyrirbeiðni Myndlistarfélags Árnesinga um afnot af húsnæði. Bæjarráð samþykkti að MFÁ fái afnot af herbergi í Sandvíkurskóla, fyrir ofan íþróttasalinn og gerður verður samningur um afnotin.

Fyrri greinYtri-Rangá stingur af
Næsta greinStangaveiði lokið í Veiðivötnum