Póstflokkun breytt á landsbyggðinni

Pósthúsið á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Pósturinn hefur breytt fyrirkomulagi við flokkun pósts á landsbyggðinni. Eftir breytinguna er allur póstur sem á að fara til dreifingar innan svæðis flokkaður frá á viðkomandi svæði.

Fyrir breytinguna var allur póstur fluttur til Reykjavíkur þar sem hann var flokkaður saman með öðrum pósti í póstmiðstöð. Breytingin hefur það í för með sér að meiri hraði verður í afgreiðslu sendinga, pósturinn ferðast mun styttri leið en áður ásamt því að meiri vinnsla fer fram á landsbyggðinni en verið hefur.

„Við vitum að viðskiptavinir voru ósáttir við gamla fyrirkomulagið og vildum mæta ábendingum þeirra með því að breyta þessu. Niðurstaðan er þessi og vonum við að þetta verði til þess að auka ánægju viðskiptavina með þennan hluta þjónustunnar. Það má líka segja við séum að gera dreifinguna umhverfisvænni en eftir breytingu þarf póstur ekki að ferðast jafnlangar vegalengdir og þegar hann var flokkaður í Reykjavík,“ segir Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Póstsins.

Fyrri greinÞór Llorens áfram á Selfossi
Næsta greinTíu öflugar hraðhleðslustöðvar settar upp á Suðurlandi