Póstafgreiðslunni troðið við hliðina á búðarkassa

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps mótmælir harðlega þeirri skerðingu sem orðið hefur á þjónustu Íslandspósts í Vík eftir þær breytingar sem urðu á starfseminni sl. vetur og krefst þetta að strax verði gerð bragarbót á þjónustunni.

„Ekki aðeins var afgreiðslutíminn styttur til muna, heldur er póstafgreiðslunni troðið við hliðina á búðarkassa í verslun Kjarvals í Vík og aðgengi að póstþjónustunni er algerlega ófullnægjandi,“ segir í bókun sveitarstjórnar af fundi hennar í gær.

„Sérstaklega er þetta bagalegt yfir háannatíma ferðaþjónustunnar eða frá byrjun maí og út september þegar íbúafjöldinn í Vík margfaldast og verslunin er flesta daga troðfull af ferðafólki.“

Sveitarstjórnin telur stærð verslunar Kjarvals og engan veginn póstafgreiðsluna. Þá er póstur aðeins borinn út í dreifbýlinu þrjá daga í viku í stað fimm daga áður.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps krefst þess að tafarlaust verði gripið til nauðsynlegra útbóta á póstþjónustunni.

Fyrri greinÁgúst Helgi Ungi bóndi ársins
Næsta greinSS fær tvo nýja vörubíla