Póstafgreiðslunni á Laugarvatni lokað

Pósturinn hefur tilkynnt sveitarstjórn Bláskógabyggðar að póstafgreiðslunni á Laugarvatni sem starfrækt hefur verið í verslun Samkaup Strax verði lokað.

Að sögn Drífu Kristjánsdóttur, oddvita Bláskógabyggðar, fékk sveitarstjórn engar upplýsingar um að þessi ákvörðun stæði fyrir dyrum.

Drífa segir að óánægju hafi orðið vart á Laugarvatni vegna þessa þar sem íbúar munu þurfa að sækja póstsendingar á Selfoss ef það nær ekki að hitta á landpóstinn þegar hann birtist með sendinguna heim til þeirra.

Sagði Drífa að íbúar ræddu um söfnun undirskriftalista til að mótmæla lokun póstafgreiðslunnar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.