Porshe-eigandinn skilaði blómunum

Plöntum sem stolið var úr blómakerjum við veitingastaðinn Hafið bláa á föstudaginn langa hefur verið skilað.

Fram kemur á Facebook síðu veitingastaðarins að „herramaðurinn“ hafi skilað plöntunum ásamt afsökunarbeiðni á fíflaganginum í sér, eins og hann orðaði það.

„Afsökunarbeiðni tekin góð og gild og hann lofar að gera þetta aldrei aftur,“ segir á Facebook síðu Hafsins bláa.

Myndir af þjófnum ásamt bílnúmeri á Porsche Cayanne jeppa sem þjófurinn ók náðust í öryggismyndavél og óskaði eigandi Hafsins bláa, Guðni B. Gíslason, eftir því að plöntunum yrði skilað og þá yrði málið látið niður falla.

TENGDAR FRÉTTIR:
Skilaboð til blómaþjófa á lúxusjeppa

Fyrri greinTekið til í Árborg
Næsta greinIngunn sýnir í Eden