Pöntuðu pítsur með leigubíl og neituðu að borga

Leigubílstjóri á Selfossi varð fyrir barðinu á óprúttnum mönnum í liðinni viku en þeir pöntuðu pítsur sem leigubílstjórinn lagði út fyrir og ók með til mannanna, sem eru búsettir á Selfossi.

Þegar bílstjórinn hafði afhent pítsurnar upplýstu mennirnir hann um að þeir ætluðu ekki að greiða honum krónu hvorki fyrir pítsurnar eða aksturinn.

Leigubílstjórinn stóð einn gegn fimm mönnum og tók þá skynsamlegu ákvörðun að aðhafast ekki frekar á staðnum og kærði fjársvikin til lögreglu.

Fyrri greinBrotist inn á Seylon
Næsta greinLeitað að Sigga, Sidda eða Silla