Pólska sendiráðið færir Vallaskóla bókagjöf

Frá afhendingu bókagjafarinnar í Vallaskóla. Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmælis Póllands kom pólski sendiherrann, Gerard Pokruszynski, nýlega í Vallaskóla á Selfossi og færði skólanum bókagjöf og ýmis spil á pólsku.

Einnig tilkynnti hann í ávarpi sínu að Vallaskóli sé einn af eitthundrað skólum í heiminum sem fá slíka gjöf og pólsk yfirvöld hafa ákveðið að styrkja bókasöfn viðkomandi skóla með pólskum námsbókum og fleiru er nýtist í pólskukennslunni.

Í máli hans kom einnig fram að þessi kennsla sé til mikillar fyrirmyndar í Vallaskóla.

Á þessa athöfn mættu nemendur og foreldrar af pólskum uppruna, einnig nokkrir úr starfsmannahópi Vallaskóla og fræðslustjóri.

Von er á fleiri bókum frá sendiráðinu síðar í vetur.

Fyrri grein„Gríðarleg vonbrigði að bikardraumurinn sé úti“
Næsta greinMagnús Kjartan með gítarinn á sundlaugarbakkanum