Pluto er týndur

Hundurinn Pluto, sem er á myndinni með þessari frétt, týndist um núliðna helgi hjá bænum Velli í Hvolhreppi, nánar til tekið inn við Vallarkrók.

Pluto er blendingur af terryer og pincher. Hann er svartur og gulbrúnn á litinn með svarta hálsól með perlusteinum í. Pluto er sérstaklega mannblendinn og hlýðir nafninu sínu.

Ef einhver/einhverjir hafa orðið varir við Pluto þá er hann/þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við Lögregluna á Suðurlandi/Hvolsvelli í síma 444-2020 eða í eiganda Jón Valur sími 897-7781.