Plastiðjan flyt­ur til Reykja­vík­ur

Stefnt er að því að fram­leiðsla hefj­ist að nýju hjá Plastiðjunni í hús­næði á Héðins­götu í Reykja­vík eft­ir hálf­an mánuð. Altjón varð hjá fyr­ir­tæk­inu að kvöldi 23. nóv­em­ber í fyrra þegar eld­ur kviknaði í Gagn­heiði 17 á Sel­fossi.

„Upp­bygg­ing­in hef­ur gengið mjög vel hjá okk­ur. Við erum að koma okk­ur fyr­ir á Héðins­götu 2 í Reykja­vík með hluta af fram­leiðslunni sem við vor­um með fyr­ir aust­an. Við vor­um svo hepp­in að þarna beið eft­ir okk­ur hús­næði sem var til­búið fyr­ir okk­ur. Það gerði það að verk­um að við vor­um mun fljót­ari að sinna þörf­um viðskipta­vin­um okk­ar,“ seg­ir Axel Óli Ægis­son, fram­kvæmda­stjóri Plastiðjunn­ar, í sam­tali við mbl.is.

All­ir starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins eru bú­sett­ir á Sel­fossi og munu þeir því fara til Reykja­vík­ur á hverj­um degi. Enn á eft­ir að koma í ljós hvort all­ir starfs­menn­irn­ir kjósi starfa áfram þrátt fyr­ir breytt fyr­ir­komu­lag. „Við erum búin að tryggja það að trygg­ing­in hald­ist,“ seg­ir Axel Óli.

Frétt mbl.is

Fyrri greinNýárstónleikar og lúðrapartý í Þorlákshöfn
Næsta greinÁrborg í 8-liða úrslitin