Pilturinn höfuðkúpubrotnaði

Pilturinn sem ók litlu motocrosshjóli í veg fyrir bíl á Gagnheiði á Selfossi sl. fimmtudag höfuðkúpubrotnaði í árekstrinum.

Pilturinn, sem er fimmtán ára gamall, ók út af Lágheiði inn á Gagnheiði. Þegar hann varð var við bifreiðina hemlaði hann snögglega og við það missti hann stjórn á hjólinu, féll af því og kastaðist á bifreiðina.

Pilturinn var ekki með hjálm á höfði og hafði ekki réttindi til að aka hjólinu.