Pilturinn ekki alvarlega slasaður

Sautján ára piltur sem slasaðist á höfði þegar pallbifreið valt á bílastæðinu við Fjölbrautaskóla Suðurlands síðdegis í dag er, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, ekki með alvarlega áverka.

Pilturinn stóð á palli bifreiðarinnar sem fór eina veltu á bílastæðinu. Tveir voru inni í bifreiðinni og sakaði þá ekki.

Sá slasaði var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Lögreglan segir að málið sé í rannsókn en tildrög slyssins eru óljós. Það sé hins vegar ljóst að það þurfi mikið að ganga á til að pallbifreið velti.

Fyrri greinHamar missti af sigri í síðasta fjórðungnum
Næsta greinVerða af milljónum vegna rangrar skráningar