Piltarnir komust ekki langt

Tveir unglingspiltar sem struku frá meðferðarheimilinu að Geldingalæk á Rangárvöllum fundust á tíunda tímanum í kvöld.

Leit að piltunum hófst kl. 18:30 í kvöld en björgunarsveitir úr Rangárvallasýslu voru fengnar til leitar. Um tveir tugir björgunarsveitamanna auk lögreglumanna leituðu að drengjunum.

Þeir voru illa búnir og höfðu ekki komist langt að sögn varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli. Þeir voru orðnir ansi kaldir þegar þeir fundust en sakaði ekki að öðru leyti.

Fyrri greinHamar lá gegn Njarðvík
Næsta greinVeita námsmannaafslátt af leikskólagjöldum