Pikknikk og birki á Sólheimum

Menningarveisla Sólheima heldur áfram í dag með tónleikum og fræðslufyrirlestri.

Kl. 14 munu skötuhjúin í Pikknikk, Sigriður Eyþórsdóttir og Þorsteinn Einarsson (Steini í Hjálmum) halda tónleika í Sólheimakirkju. Tónlistinni lýsa þau sjálf sem sálmaskotinni sveitatónlist sem er ætlað að bæta stemningu og almenna líðan íslensku þjóðarinnar.

Kl. 15 heldur Hreinn Óskarsson, skógfræðingur hjá Hekluskógum, fyrirlestur um endurreisn og uppgræðslu birkiskóga á Íslandi. Fyrirlesturinn er í Sesseljuhúsi.

Menningarveislan stendur til 13. ágúst með tónleikum, fræðslufundum og listsýningum.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Opið á Grænu könnunni og í versluninni Völu alla daga frá kl. 12:00-18:00 í sumar!