Pétur ráðinn til BÁ

Stjórn Brunavarna Árnessýslu hefur ráðið Pétur Pétursson, slökkviliðsmann í Hveragerði, sem varaslökkviliðsstjóra. Ellefu sóttu um stöðuna.

Pétur hefur verið slökkviliðsmaður hjá slökkviliði Hveragerðis til fjölda ára og hefur verið varðstjóri þar undanfarin 11 ár.

Einnig hefur hann starfað sem slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í fimm ár þar sem hann skipulagði m.a. kafaradeild innan SHS en Pétur er lærður kafari.

Hann hefur að undanförnu rekið lítið köfunarfyrirtæki auk þess að starfa sem sjúkraflutningamaður hjá SHS.

Pétur er búsettur í Hveragerði, hann er giftur Baldvinu Ýr Hafsteinsdóttur, deildarstjóra lyflækningadeildar hjá Hsu á Selfossi og eiga þau þrjár dætur.

Pétur hefur störf hjá BÁ eftir rúman mánuð.