Perlað af Krafti á Selfossi

Ljósmynd/Kraftur

Kraftur lagði leið sína austur fyrir fjall í síðustu viku og var svo sannarlega perlað af Krafti í góðu samstarfi með Krabbameinsfélagi Árnessýslu.

Það var heldur betur líf og fjör í Sunnulækjarskóla þar sem um það bil 140 manns mættu á svæðið og perluðu um 820 armbönd.

„Þetta var frábær skemmtun og ekki síður mikilvægt fyrir okkur í Krafti,“ sagði Þórunn Hilda Jónasdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts, í samtali við sunnlenska.is. Hún þakkaði sjálfboðaliðunum sérstaklega fyrir komuna og einnig Almari bakara, sem sá til þess að enginn fór svangur heim. „Hafi þau miklar þakkir fyrir það.“

Fyrri greinEkki bara búálfur heldur líka garðálfur
Næsta greinSunnlendingar í æfingahóp A-landsliðsins