Perlað af Krafti á Selfossi

Perlað af Krafti í Hörpu 21. janúars síðastliðinn. Ljósmynd/Eva Björk

Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur ætlar að perla þriðjudaginn 6. febrúar á Selfossi í samstarfi við Krabbameinsfélag Árnessýslu.

Perlað verður nýtt Lífið er núna armband sem verður til sölu í fjáröflunar- og vitundarvakningu Krafts sem stendur nú yfir.

Opið hús verður á Hótel Selfossi milli kl. 16:00 og 19:00 og geta allir komið og lagt hönd á perlu í lengri eða skemmri tíma. Þetta er tilvalið tækifæri til að eiga notalega stund með fjölskyldu og vinum, og um leið leggja góðu málefni lið.

Viðburðurinn á Facebook

Fyrri greinLeikurinn í öruggum höndum Hamars/Þórs
Næsta greinÖlfus setur dósaskúrinn á sölu