Páskarnir útskýra ekki allt

Umferð á Suðurlandi í mars var rúmlega 24% meiri en í sama mánuði í fyrra. Er þetta langt umfram landsmeðaltal sem er 10,6%.

Taka þarf inn í reikninginn að dymbilvika og páskar voru nú í mars en ekki í fyrra.

Þrátt fyrir það fullyrðir Vegagerðin að það sé ekki eina skýringin, enda hafi umferðin um Suðurland verið að aukast jafnt og þétt á þessu ári miðað við nokkur liðin ár á undan.

Þannig er svokölluð uppsöfnuð aukning umferðar frá áramótum 18,8%, sem er öndvert við undanfarin ár þar sem hefur verið samdráttur fyrstu mánuði ársins. Þannig má nefna að samdráttur varð um 15 prósent á milli marsmánuða árin 2010 og 2011.

Fyrri greinÞórður Már og Finnbogi: Bann við frjálsum handfæraveiðum er mannréttindabrot!
Næsta greinFótbrotnaði í Rjúpnabrekkum