Páskaeggjaleit á Selfossi

About South Iceland stendur fyrir páskaeggjaleit í skóginum við Gesthús á Selfossi á föstudaginn langa.

Leikurinn hefst kl. 13 og er mæting við þjónustuhús Gesthúsa við Engjaveg. Leikurinn er hugsaður fyrir börn á aldrinum 5-12 ára.

Leikurinn er haldinn í samstarfi við Sveitafélagið Árborg og Björgunarfélag Árborgar og styrktur af fyrirtækjum í Árborg.