Páll sigraði hjá Sjálfstæðismönnum

Páll Magnússon, fjölmiðlamaður, sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann fékk 45,4% atkvæða í 1. sætið.

Þar á eftir, í 2. og 3. sæti koma Alþingismennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, varð í 4. sæti og Unnur Brá Konráðsdóttir, Alþingismaður, í 5. sæti.

Ragnheiður og Unnur brá skipuðu tvö efstu sæti listans í síðustu þingkosningum.

Alls tóku 4.051 þátt í próf­kjör­inu kjör­sókn var 42%.

Ítarlegar niðurstöður