Páll ráðinn skólastjóri í BES

Páll Sveinsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Páll Sveinsson hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Páll hefur átt farsælan feril sem tónlistarkennari, grunnskólakennari og sem aðstoðarskólastjóri í BES frá árinu 2014.

Í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg segir að Páll hafi í störfum sínum sýnt leiðtogahæfileika og mikinn metnað. Einnig hefur hann verið virkur í forvarnarhópi sveitarfélagsins, Erasmus+verkefnum og leiðandi í heilsueflandi verkefnum í Árborg.

Fjórir umsóknir bárust um starfið en einn dró umsókn sína til baka.

Fyrri grein„Öll börn eru listræn“
Næsta greinFyrstu skóflustungur að gestastofu við Klaustur