Páll Marvin ráðinn verkefnastjóri í Ölfusi

Páll Marvin Jónsson. Ljósmynd/Eyjafréttir

Bæjarráð Ölfuss hefur tekið ákvörðun um að ráða Pál Marvin Jónsson, framvæmdastjóra Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sem verkefnastjóra um stofnun Þekkingarseturs Ölfuss.

Þetta staðfestir Elliði Vignisson, bæjarstóri í samtali við Eyjafréttir.

„Páll hefur leitt uppbyggingu sambærilegs starfs í Vestmannaeyjum um langt bil og ekki á neinn hallað þótt honum sé eignaður stór heiður í því hversu vel hefur til tekist með Þekkingarsetrið í Vestmannaeyjum. Með stofnun Þekkingarseturs Ölfus munum við vinna markvissara með fyrirtækjum að uppbyggingu á fjölbreyttara atvinnulífi á Suðurlandi, með sérstakri áherslu á umhverfisvæna matvælastarfsemi og nútíma aðferðir við framleiðslu á próteini og öðrum lífrænum afurðum,“ segir Elliði í samtali við Eyjafréttir.

Frétt Eyjafrétta

Fyrri greinÁtján sækja um forstjórastólinn hjá MAST
Næsta grein100 ár frá friðun Þórsmerkur