Pakkaþjónusta jólasveinanna í Ingólfsfjalli

Einn af bræðrunum úr Ingólfsfjalli. Ljósmynd/UMFS

Eins og áður mun Ungmennafélag Selfoss aðstoða við pakkaþjónustu jólasveinanna fyrir þessi jól en jólasveinarnir hafa lengi séð um að bera út pakka á Selfossi á aðfangadagsmorgun milli kl. 10 og 13.

Tekið er á móti litlum pökkum í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss að Engjavegi 50, á Þorláksmessu kl. 18-21. Gjald fyrir systkinahóp er kr. 2.000.

Fyrri greinPatrekur tekur við Skjern – „Selfoss á stóran stað í hjarta mínu“
Næsta greinGáfu 125 gjafabréf í Sjóðinn góða