Óvíst hvenær dælan verður ræst að nýju

Aðal borholudæla Orkuveitu Reykjavíkur á Laugalandi í Holtum bilaði þann 21. mars síðastliðinn. Nú er viðgerð á dælunni lokið en vatnsstaða er það lág að óvíst er hvenær hægt verður að ræsa dæluna á ný.

Vegna bilunarinnar hefur verið tekið heitt vatn frá annarri borholu og munar um 10 gráðum á því hve kaldara það er.

Nú þegar viðgerð er lokið er hætta er á því að dælan gefi sig að nýju sé vatnsborð í holunni ekki nægilega hátt en starfsfólk Orkuveitunnar er að leita allra leiða til að koma rekstri hitaveitunnar í eðlilegt horf.

Fyrri greinD-listinn í Árborg kynntur á fimmtudag
Næsta greinÞórsarar komnir í sumarfrí