Óvissustigi lýst yfir

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli lýsir yfir óvissustigi vegna gruns um að hlaup sé hafið úr Skaftárkötlum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Hlaupið getur komið fram undan Tungnaárjökli eða Skaftárjökli í Skaftá. Á þessari stundu er það mat vísindamanna að um lítið hlaup sé að ræða.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist vel með framvindu mála.

Fyrri greinHlaup að hefjast í Skaftá
Næsta greinKristinn sigraði örugglega