Óvissustigi lýst yfir á Hellisheiði

Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Síðdegis hvessir af austri með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi.

Gert er ráð fyrir austan 15 – 23 m/s og vindhviður að 35 m/s undir Eyjafjöllum, einkum frá kl. 19.00 til kl. 2.00. Rigning á láglendi frá því um kl. 18.00 og fram undir morgun.

Kl. 16:40 var snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum.

Hálka eða snjóþekja er á Suður- og Suðvesturlandi og töluverður skafrenningur. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn einnig er þæfingsfærð á Suðurstrandarvegi við Krýsuvík en ófært á Krýsuvíkurvegi.

Fyrri greinMiðflokkurinn býður fram í Suðurkjördæmi
Næsta grein„Bragðgóð lítil listaverk“