Óvissustigi aflýst

Mælingar Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til þess að jökulhlaupi úr Grímsvötnum sé lokið.

Um minniháttar atburð var að ræða og vatnsrennsli ekki meira en að sumarlagi.

Ekkert bendir til frekari jarðhræringa og því hefur ríkislögreglustjóri ákveðið í samráði við lögreglustjórana á Eskifirði og Hvolsvelli að aflýsa óvissustigi vegna jökulhlaups úr Grímsvötnum.

Fyrri greinJón Daði semur við Viking
Næsta greinJónas með fjórar tilnefningar