Óvissustigi aflétt af Mýrdalsjökli

Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur ákveðið að afturkalla virkjun á viðbragðsáætlun vegna eldgoss undir Mýrdalsjökli á óvissustigi.

Eftir kröftuga skjálftahrinu sem varð innan Kötluöskjunnar í Mýrdalsjökli á tímabilinu 28. september – 2. október (yfir 500 skjálftar) hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á þeim slóðum. Önnur minni skjálftahrina varð á tímabilinu 5. – 8. október (130 skjálftar) en frá því hefur verið lítil virkni á þeim slóðum.

Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli er þó mun meiri í haust en hefur verið síðustu ár og áfram verður fylgst vel með þróun mála.