Óvissustig vegna jökulhlaups

Grímsvötn. Mynd úr safni.

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Eskifirði og Hvolsvelli, lýsir yfir óvissustigi vegna mælinga sem gefa til kynna aukið vatnsrennsli úr Grímsvötnum.

GPS mælitæki sýnir að íshellan í Grímsvötnum hefur sigið undanfarna daga og búast má við að jökulhlaup komi fram í Gígjukvísl á næstu dögum. Talið er að um minniháttar atburð sé að ræða líkt og var 2008.

Engar takmarkanir eru á umferð um Skeiðarársand vegna þessa.

Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf. Óvissustigi er lýst yfir til þess að upplýsa viðeigandi viðbragðsaðila og er ákveðið ferli í skipulagi almannavarna.

Fyrri greinBjörgunarmiðstöðin að líkindum seld
Næsta greinHlaupvatn komið í Gígjukvísl