Óvissa með kennslu á Sogni

Á haustönn 2011 voru tveir vistmenn réttargeðdeildarinnar á Sogni við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Luku þeir fimm einingum á önninni en Hörður Ásgeirsson sinnti kennslunni á Sogni eins og undanfarin ár.

Í annarannál Þórarins Ingólfssonar, aðstoðarskólameistara FSu á brautskráningu um helgina, kom fram að óljóst sé hvernig fer með kennslu á Sogni á næsta ári þar sem verið er að flytja starfsemina til Reykjavíkur í byrjun mars. Kennslunni hefur verið sinnt samfellt frá haustönn 1995 eða í 16 ár.