Óvenju margir ölvaðir

Lögreglan á Selfossi kærði fjóra ökumenn fyrir ölvunarakstur um helgina og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Svo margir hafa ekki um langan tíma verið kærðir fyrir ölvunarakstur á einni helgi í umdæmi Selfosslöggunnar.

Tilkynnt var um nítján umferðaróhöpp í vikunni en í flestum tilvikum réðu ökumenn ekki við ökutæki sín í hálku og við önnur óhagstæð verðurskilyrði.