Óvenju margar eldingar í mekkinum

Um 150 eldingar mældust á Eyjafjallajökli frá laugardegi til sunnudags. Á þriggja klukkustunda tímabili mældust allt að 22 eldingar á klukkustund.

Þetta eru óvenju margar eldingar miðað við hvað áður hefur sést yfir gosstöðvunum. Mestur var eldingafjöldinn milli kl. 8 og 11 í gærmorgun.

Annars er gosvirknin áfram nokkuð stöðug. Gjóskuframleiðslan er áætluð um 150 – 200 tonn/s þegar mökkurinn liggur í 6 – 7 km upp í um 400 tonn/s þegar hann er hæstur.

Fyrri grein„Þetta var bara… váááá…“
Næsta greinÁ-listinn býður aftur fram