Óveður undir Eyjafjöllum

Óveður er undir Eyjafjöllum. Vegir eru nánast auðir á Suðurlandi en hálkublettir eru þó á örfáum vegum.

Á níunda tímanum í morgun var 20 m/s vindur á Steinum og mestu hviður 30 m/s. Búast má við að vindhviður við fjöll verði á bilinu 30-40 m/s sunnanlands eftir hádegi og undir kvöld.

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur ásþungi verið takmarkaður við 10 tonn á öllum vegum í Árnes- og Rangárvallasýslu nema vegi 39. Þrengslavegi, vegi 38 Þorlákshafnavegi frá Þrengslavegi að Þorlákshöfn og vegi 1, Hringvegi frá Reykjavík að Selfossi.

Fyrri greinSelfyssingar skoða Suður-Afrískan leikmann
Næsta greinNýir samningar við ungmennafélagið