Óveður undir Eyjafjöllum

Óveður er undir Eyjafjöllum og á Reynisfjalli. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur vindhraðinn farið yfir 40 metra á sekúndu í verstu hviðunum.

Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum við fjöll á sunnanverði landinu í dag.

Hálkublettir eru í Þrengslum og víða í uppsveitum á Suðurlandi.

Vegurinn með suðausturströndinni er að mestu greiðfær en þó eru snjóþekja og snjókoma í Öræfum. Snjóþekja er við Kirkjubæjarklaustur en hálkublettir á Mýrdalssandi.

Fyrri greinJól í skókassa hluti af jólaundirbúningnum
Næsta greinÁ-listinn vill víkja Drífu frá störfum