Óveður á Fimmvörðuhálsi

Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum á Fimmvörðuhálsi og í Þórsmörk er ekkert ferðaveður á gosstöðvunum.

Nú er þar hvasst og mjög lítið skyggni. Veðurspáin gerir ráð fyrir vaxandi norðaustan átt, 13-20 metrum á sek sunnan- og austanlands um hádegi og talsverðri úrkomu síðdegis. Hvassast verður við suðausturströndina. Á Fimmvörðuhálsi í 800-1000 metra hæð er gert ráð fyrir meiri vindi eða um 18-23 metrum á sek og 1-6 stiga frosti.

Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að sjatnað hefur alveg í Hvanná og vatnsmagn í ánni er með minnsta móti.