Óútskýrðar drunur á Suðurlandi

Margt býr í háloftunum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íbúar í Árnessýslu og reyndar víðar á Suðvesturhorninu hafa heyrt háværar drunur í kvöld sem ekki hafa fundist skýringar á.

Sunnlenska.is hefur eftir heimildarmönnum sínum víða í sýslunni að þessi hljóð hafi heyrst, allt frá ströndinni og upp í uppsveitir. Á Selfossi og nágrenni heyrði fólk djúpar drunur og rúður í húsum titruðu. Engir jarðskjálftar hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar.

Drunurnar heyrðust líka vel í Hrunamannahreppi og þar fældust hross víða við hávaðann.

mbl.is hefur eftir Birtu Líf Kristinsdóttur, veðurfræðingi á vakt að verið sé að kanna málið en Veðurstofan hefur engar haldbærar skýringar eins og er.

Fyrri greinStokkseyri vann Suðurlandsslaginn
Næsta greinStuð á Stokkseyrarbryggju