Óttast um fisflugvél við Þingvallavatn

Rétt fyrir klukkan 19:00 í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að vitni hefðu séð flugvél fljúga afar lágt við Þingvallavatn en ekki komið upp aftur.

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar á hæsta forgangi þegar í stað og beðið um báta- og leitarhópa.

Um tuttugu mínútum eftri að útkall barst björgunarsveitum tilkynnti lögregla að flugvélin, sem er svokölluð fisvél, hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og að ekkert amaði að flugmanninum.

Flugleið hans kom heim og saman við það sem vitni sáu og var útkallið því afturkallað.

Fyrri greinÞúsund skopteikningar á 20 árum
Næsta greinÞórsarar flengdu bikarmeistarana