Óttast að hlaupið sé svikamylla

Hlaup­ar­ar sem hafa skráð sig í hlaup í Vík í Mýr­dal 8. júlí næst­kom­andi í gegn­um síðuna Alp­ine High Events hafa kvartað yfir því að hafa ekki náð í for­svars­menn hlaups­ins eft­ir að hafa greitt skrán­ing­ar­gjald.

Menn ótt­ast að um svika­myllu sé að ræða.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Á síðunni er hægt að velja um að skrá sig í hlaup í Vík í þrem­ur vega­lengd­um, 10 km, maraþon eða 100 km últra­hlaup. Þau kosta á bil­inu 60 doll­ara til 215 doll­ara eða frá tæp­um sjö þúsund krón­um og upp 24 þúsund krón­ur.

Í ág­úst í fyrra hafði maður að nafni Michael Pendlet­on sam­band við Ásgeir Magnús­son, sveit­ar­stjóra Mýr­dals­hrepps. Hann sagði hon­um að for­svars­menn hlaups­ins Alp­hine High Events, hefðu beðið sig um að hafa sam­band við sveit­ar­sjór­ann og greina hon­um frá fyr­ir­huguðu hlaupi 8. júlí í Vík. Hann kynnti sig ekki beint sem einn af þeim sem stæðu fyr­ir hlaup­inu.

Pendlet­on sagði sveit­ar­stjór­an­um að hlaupið færi fram á þjóðveg­in­um en Ásgeir seg­ist hafa bent hon­um á að sækja þyrfti um leyfi fyr­ir slík.

„Ég hafði á áhyggj­ur af því en á þess­um tíma fara um þjóðveg­inn 2.800 til 3.500 manns og ef­laust fleiri í sum­ar. Ég bað um fleiri upp­lýs­ing­ar. Það síðasta sem hann sendi mér var óút­fyllt um­sókn­areyðublað um viðburði sem hann sagðist ætla að fylla út síðar,“ seg­ir Ásgeir í samtali við Morgunblaðið.

Frétt mbl.is

Fyrri greinNýtt hundagerði í Þorlákshöfn
Næsta greinByko-hrafninn í beinni