Ótryggt veður fyrir jól

Veðurstofan vekur athygli á því að talverðar umhleypingar eru í veðri til jóla.

Þeim sem ætla sér að ferðast á milli landshluta er sérstaklega bent á að fylgjast vel með veðri og færð áður en lagt er af stað.

Rétt er að hafa í huga að veður og færð geta breyst á skömmum tíma til hins verra og hægt er að sækja nýjustu upplýsingar um veður á síðu Veðurstofunnar www.vedur.is og um færð á vegum á síðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is.